Tónlist snillings

Ludwig van Beethoven, minn fyrrum nágranni, var þýskt tónskáld en bjó lengst af í Vínarborg. Víðsvegar um borgina standa skilti á húsum sem á stendur ,,hér bjó Beethoven". Ástæðan fyrir þessu er að honum gekk víst alveg skelfilega á að standa í skilum með húsaleiguna sína, og var honum því oft sparkað á dyr af húseigendunum. Í dag vilja þeir sem nú eiga húsin skiljanlega flagga þessum fyrrum íbúa og ég kalla hann nágranna minn... fyrrum :)

9. sinfónían er ein af perlunum. Beethoven var orðinn heyrnarlaus seinni hluta ævi sinnar en hélt samt sem áður áfram að semja, hann þurfti ekki að heyra í hljóðfærunum því hann var með þetta allt í huganum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband